Föstudagur, 22. október 2010
Skýr miðbær?
Garðbæingur í sundi: Í Hafnarfirði er þó skýr miðbær, ólíkt Reykjavík.
Ég fyrtist fyrir hönd bæjarfélagsins míns (sem ég vildi þó helst að sameinaðist hinum sex á höfuðborgarsvæðinu) en er samt að hugsa um hvort miðbærinn sé skýr. Austurvöllur? Lækjartorg? Ingólfstorg? Grófin? Eða allt það sem er rammað inn með Vonarstræti, Aðalstræti, Tryggvagötu og Lækjargötu?
Snýst það um stjórnsýsluna? Eða kaffihúsin?
Austurvöllur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.