Forgangsröðunaratkvæði - prófkjör til stjórnlagaþings

Ég skil núna kosninguna til stjórnlagaþings. Hún felur nefnilega í sér prófkjör í leiðinni. Ég hef aldrei kosið í prófkjöri (skammarlegt, ég veit) og þess vegna var ég svona lengi að kveikja á þessu single transferable vote.

Mér fannst, alveg núna til hádegis, að hvert af 25 atkvæðunum mínum ætti að gilda 100% fyrir mitt val. En nú er ég búin að átta mig á að þetta snýst um forgang, sá frambjóðandi sem ég set í fyrsta sæti er mitt fyrsta val og fær mest vægi - eins og í prófkjöri.

Ef 500 verða í boði fá 5% frambjóðenda brautargengi. 475 manns sitja eftir með (mis)sárt ennið. Já, ég fullyrði að 25 manns verða á þinginu, hlutföllin verða í versta falli 40/60, sennilega 50/50. Spurningin er bara hvort tilhlýðileg breidd verður í aldri, menntun og búsetu. Alls þessa er gætt í slembiúrtaki þjóðfndar en í svona persónukjöri hlýtur kylfa að ráða kasti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband