30% frambjóðenda til stjórnlagaþings eru konur

Já, og? Ég veit að samtals eru fleiri en 25 hæfir einstaklingar í boði þannig að ég hef engar áhyggjur fyrirfram. Vandinn er hugsanleg klíkumyndun. En ég er samt logandi hrædd um að yngsta kynslóðin verði ekki með fulltrúa og að ekki verði nógu margir úr hinum dreifðu byggðum. Kannski verða of margir með embættismenntun og of fáir með almennt hyggjuvit?

Ég er sem sagt klofin í afstöðu minni.

Í gær var 35 ára afmæli kvennafrídagsins sem fagnað var víða um land í dag. Frábær dagur, ég norpaði glöð í Lækjargötunni. Ég veit að fullt jafnrétti í launamálum hefur ekki náðst en ég vil ekki pikkfestast í þeirri staðreynd. Ég vil líka horfa á þann árangur sem hefur náðst. Og almennur aðhlátur að karlfauskunum sem buðu sig fram til forseta um leið og Vigdís var svo einlægur í gær, nú finnst okkur viðhorf sem þeir stóðu fyrir fáránleg. Og 30 ár í mannkynssögunni eru skammur tími.

En þetta gerðist vissulega ekki baráttulaust. Ég þakka þeim sem hafa rutt brautina fyrir mig og gert það að verkum að mér finnst ég aldrei hafa goldið kynferðis míns.

Takk mamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástrós Gunnlaugsdóttir er verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar.

Endilega kynntu þér stefnumál hennar.

www.astrosg.is - 5779 á kjörseðli

Hugi Halldórsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 12:01

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var búin að ákveða að útiloka alla sem auglýsa - líka þótt viðkomandi borgi auglýsingarnar úr eigin vasa - þar sem ég get búist við mörgum sem svipaða áherslu og ég sækist eftir. Ég er samt búin að endurskoða það og mun fylgjast með stefnumálum Ástrósar eins og annarra.

Engu að síður get ég ekki skilið að einhver sjái sér hag í því að splæsa allt að 2 milljónum (samkvæmt heimild) í auglýsingar.

Berglind Steinsdóttir, 31.10.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband