Þriðjudagur, 26. október 2010
Meðhöfundur símaskrárinnar?
Ég hélt að ÉG væri einn af höfundum símaskrárinnar. Er þessi Egill grafískur meðhöfundur forsíðunnar? Hvað gerist ef maður skráir sig úr símaskránni, finnst maður þá ekki heldur á ja.is? Af hverju er svona oft talað í upphrópunum frekar en staðreyndum?
Athugasemdir
HA! HVAÐ MEINARÐU MEÐ UPPHRÓPUNUM?! ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG?!
Nei, djók. Vona að þú hafir ekki orðið hrædd. Ég skil bara algjörlega hvað þú meinar. Margir virðast vera búnir að gleyma af hverju þeir urðu reiðir og geta núna ekki hætt.
Ég er rosalega glöð þegar eitthvað fer svona svakalega í "umræðuna" án þess að ég hafi baun af skoðun á því. Mér er til dæmis alveg sama hver "skrifar" símaskrána. Sem og hvort prestar þvælast um í leikskólum ellegar skólum.
Ahhhh. Svo gott að vera saaaama. :)
Sigga Lára (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 19:29
Játs, þessi Egill heldur ekki heldur fyrir mér vöku. Og mín vegna mætti hann fara í kirkjuna líka, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 27.10.2010 kl. 22:51
Hins vegar mættir þú ekki fara í hvaða hundskjaft sem er, bara svo því sé til haga haldið.
Berglind Steinsdóttir, 27.10.2010 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.