Öll 523

Í nánasta umgangshópi mínum er nánast enginn sem hefur áhuga á afdrifum stjórnlagaþingsins, a.m.k. ekki kosningunni til þess. Og við höfum þráttað um almennan áhuga sem ég hélt að væri til að dreifa.

Í gær hlustaði ég á smáspurningakeppni á Bylgjunni þar sem þessa var spurt: Hversu margir eru í framboði og hvenær á að kjósa?

Svakalega auðveld spurning - sem fólk gat ekki svarað. Samt hringdi það inn til að svara fréttspurningum og gat svarað ýmsu öðru (sem jafnvel ég vissi ekki [hönd að gagnauga, *dæs*]).

Hér er frambjóðendalistinn í heild sinni. Ég þekki líklega15 manns persónulega og þekki til annarra 100 en bíð spennt eftir áherslupunktunum til að gera röðina endanlega upp við mig.

Vikulokin eru undirlögð af stjórnlagaþinginu núna - fólk hefur áhuga! Hahh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband