Sönn tíðindi af fasteignamarkaði?

Mig minnir að ég hafi séð nýlega að fasteignasala hefði tekið kipp. Ég skoða fasteignaauglýsingarnar nokkuð reglulega og sé aldrei 100 fermetra íbúð með suðvestursvölum, fallegu eldhúsi og góðri stofu á u.þ.b. 20 milljónir í mínum hverfum. Ef ég skyldi sjá íbúð sem mér líst þokkalega á hvílir svo mikið á henni að ég hef ekki hjarta í mér til að bjóða það sem mér fyndist sanngjarnt, m.a. út frá fasteignamati.

Hvar seljast íbúðirnar? Hvernig (makaskipti/peningar)? Og er plat í sögunni?

Ég er alveg sneisafull af efasemdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvað er í gangi,, Ég "seldi" mína íbúð fyrir 4 vikum, þ.e. ég samþykkti kauptilboðið sem ég fékk. Kaupandinn þurfti að fá samþykki hjá Íbúðalánasjóði og síðan einhverja fyrirgreiðslu frá sínum viðskiptabanka.  Þetta átti að taka 2 vikur.

Núna 4 vikum síðan hefur ekkert gerst. Mér skilst að þetta sé "í vinnslu" hjá bankanum.

Það er a.m.k. ekki verið að liðka fyrir þessum örfáu sölum sem þó nást..

arrggg

Margrét (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:02

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, skrambans, er það ekki enn gengið í gegn?

Berglind Steinsdóttir, 4.11.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband