Innherji eða ekki

Einu sinni var símafyrirtæki sem fékk prófarkalesara (mig) til að lesa ársskýrsluna sína. Skömmu síðar hringdi annar símamaður í mig (prófarkalesarann) og bað mig að prófarkalesa ársskýrslu síns fyrirtækis. Já, sagði ég, fyndið - og það með að ég væri nýbúin að lesa ársskýrslu annars símafyrirtækis.

Honum fannst það ekki fyndið og sagði að þar sem ég væri innherji [hoho, ég hefði ekki getað unnið mér til lífs að hafa eftir einn dálk úr ársskýrslunni - sem þar að auki var komin út] gæti ég ekki prófarkalesið hans.

Mér finnst þetta enn harkalegt gagnvart vesalli mér, en mér finnst gegna öðru máli þegar lögfræðingur hefur lesið trúnaðargögn sem ekki á að birta opinberlega og þykist síðan einhverjum mánuðum síðar geta fjallað um málið frá annarri hlið án þess að nota trúnaðargögnin. Trúnaðargögnin verða óhjákvæmilega hluti af veruleika lögmannsins.

Og nú er ég búin að leita mig glórulausa að fréttinni um vörnina fyrir sjömenningana án árangurs. Kannski tók ég alskakkt eftir frá upphafi sem breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ef maður hefur sýslað með óbirt trúnaðargögn hlýtur hann að vera of bundinn þeim til að geta fjallað hlutlaust um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahaha!!!!  þetta sýnir nú í hnotskurn hvað fólk er vitlaust - prófarkalestur á ársskýrslu sem er hvort sem er gefin út!!!!  þetta er með betri bröndurum sem ég hef heyrt!!!!

og hvað snertir þennan ágæta (!) lögfræðing sem þú minnist á þá gæti ég ekki verið meira sammála þér og að sjálfsögðu hefur þú ekki tekið skakkt eftir!!! held ekki að hann hafi verið fenginn í prófarkalestur ársskýrslu slitastjórnar....

Sólveig (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Kæti þín kætti mig, ég sit hér flissandi. Tíhí.

Berglind Steinsdóttir, 5.11.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband