Laugardagur, 6. nóvember 2010
Grisjun hafin - 57 í fyrstu umferð
Á vefnum er hægt að draga í dálk þá sem maður vill kjósa til stjórnlagaþings. Fyrstu 25 eru eðlilegir, aðrir eru með bannmerki. Nú þarf ég að fækka um rúmlega helming. Sjálfsagt eru einhverjir á listanum sem eiga vafasama fortíð sem ég veit enn ekki um og kannski eiga einhverjir frambjóðendur eftir að koma mér undursamlega á óvart á næstu þremur vikum.
Og svo er þjóðfundurinn í Laugardalshöllinni núna.
Athugasemdir
Má ég kópera þinn lista... nenni engan veginn að spá í þetta - er reyndar til í að koma að þremur númerum en að öðru leyti myndi ég vilja sjá listann þinn og stæla, treysti þér til að hugsa fyrir okkur báðar:-)
Nenni ekki að spá í öll þessi númer
Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 14:59
Ég verð soldið stressuð við tilhugsunina ... en þú mátt heldur betur sjá minn lista. Ég veit að þá færð þú allt í einu miklar skoðanir. Var í boði áðan þar sem stjórnlagaþingið var mikið rætt og aldeilis af miklum áhuga.
Berglind Steinsdóttir, 7.11.2010 kl. 18:03
Mér finnst valið ansi erfitt en ætla samt ekki að stela af þínum, mín kæra. Ég fór af stað með það að leiðarljósi að velja sem flestar konur. Síðan vil ég auðvitað velja alla sem ég þekki persónulega. Svo vil ég velja fólk á öllum aldri, í ólíkum störfum og af mismunandi stöðum af landinu. Þetta verður því ansi erfitt!
Ásgerður (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 17:02
Óvinnandi vegur, kæra Ásgerður. Veldu bara það fólk sem þér líst vel á, kannski gott að byrja aftan frá í stafrófinu til að gæta sanngirni ...
Berglind Steinsdóttir, 8.11.2010 kl. 18:17
Já, ég ætla að prófa að byrja aftast á stafrófinu. Annars valdi ég miklu fleiri af seinni hluta listans heldur en fyrri hluta.
Ég horfi líka til þess hvort fólk hafi búið úti í útlöndum og víkkað þannig sjóndeildarhringinn og svo kíki ég á alla útlendingana á listanum. Glöggt er gests augað (ég var næstum búin að skrifa eyra í stað auga!).
Ásgerður (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.