Barbapabbi er bleikur!

Allir vita auðvitað að Barbapabbi er bleikur, ég veit það, en það merkilega við það er að engum(?) finnst það merkilegt eða skrýtið. Barbamamma er svört.

Er Barbapabbi kelling? Hahahaha.

Í mér grasserar núna djúp pæling yfir litavalinu. Gaman að hugmyndafræði listamannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Verð að halda þessu til haga. Ég veit um mann sem á þann draum skýrastan að Spaugstofan bjóði fram til þings næst þegar kosið verður.

Berglind Steinsdóttir, 8.11.2010 kl. 18:47

2 identicon

Barbapabbi er mjúki Norræni maðurinn, bleikur eins og margir Íslendingar eftir sólbað. Barbamamma er líka mjúk en svört á litinn eins og fólkið frá Afríku sem við sáum myndirnar af í barnaskóla. Þau eru þverkynþáttað fyrirmyndarpar, eins og Stubbarnir, sem eru reyndar ekki par par.

Gummi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:20

3 identicon

Eða þverkynþætt. Þverkynþáttað eða þverkynþætt? Meiri hreyfing í þáttað, meiri ætlun í því einhvern veginn. Þverkynþætt hljómar kannski um of eins og kynbætt.

Gummi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:23

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú bræstir mig, eins og Trausti mundi orða það, hahha.

Berglind Steinsdóttir, 11.11.2010 kl. 23:41

5 identicon

Ég pældi einmitt einu sinni í þessu. Og spáði í leiðinni í barbabörnin.
Strákarnir: Svartur, gulur, blár, rauður; Allt "hreinir" litir.
Og hæfileikar/sérkenni þeirra: Listmálari, dýravinur, vísindamaður, íþróttamaður.
Stelpurnar: Græn, fjólublá, appelsínugul.
Hæfileikar/sérkenni: Tónlist, "fín" (skinka?) bókaormur.

Ef litirnir á gömlu skötuhjúunum voru einhver tilraun til kynblöndunar eða einhvers konar jafnréttis... þá klúðraðist það alveg í krakkaormunum. ;)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En bleikur, hmmm, Jón Gnarr? Uppreisn?

Já, ormarnir eru meiri staðalmyndir. Samt var mér einmitt sagt að öll barbafjölskyldan hefði meðvitað - sko - flutt í fjölbýlishús og það væri hluti af viðleitni listamannsins til að synda gegn smáborgarastraumnum.

Annars er víst allt vaðandi í múmínálfum í borginni og við hér á feitum villigötum.

Berglind Steinsdóttir, 13.11.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband