Miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Brottvikningar
Meðan menn hamast við að þegja veit ég ekki hvernig í mannaráðningum hjá RÚV liggur. Hitt get ég gert upp við mig að ég skil ekki hvernig menn geta bæði amast við því að Þórhalli sé sagt upp og að Agli sé ekki sagt upp.
Væri ekki nær að menn hefðu prinsippafstöðu, annað hvort að menn í opinberum störfum mættu hafa (pólitískar) skoðanir uppi á borðinu/blogginu eða þeir yrðu að fara leynt með þær?
Þegar ég les rununa af athugasemdunum þarf ég stöðugt að minna mig á að þrátt fyrir fjöldann eru enn fleiri í holdinu sem láta ekki æsa sig svona upp. Og einstaka nafnlaus álitsgjafi bregður fyrir sig rökum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.