Stjórnlagaþingið, hugleiðing #712

Ég sver það, það er eins og ég hafi í augnablikinu ekki skoðun á öðru en yfirvofandi stjórnlagaþingi, aðallega kosningunni til þess. Nærsamfélag mitt segir mér að áhuginn sé enginn (nema hjá mér) en ég sé í lestrarnærumhverfi mínu að fólk hefur skoðanir.

Ég vil ekki kjósa neinn sem nýtir sér réttinn til að auglýsa í slagorðastíl. Ég vil helst ekki kjósa neinn sem hefur þegar rödd í samfélaginu. Ég vil ekki kjósa neinn sem er ósammála mér! Ég vil ekki kjósa eftir kynferði, búsetu, aldri - ég vil kjósa skoðanir.

En breytingin á viðhorfi mínu er að ég vil núna kjósa fólk með sérþekkingu á stjórnsýslu. Fyrir helgi sat ég á spjalli við mann um stjórnlagaþingið. Hann spurði: Viltu kjósa forsætisráðherra beinni kosningu? Og ég sagði í hugsunarleysi að já, ég vildi það. Þá sagði hann: Viltu leggja þingræðið af? Og ég: Neei. Þá var ég komin í þversögn við sjálfa mig.

Hversu margir frambjóðendur eru búnir að hugsa svona langt? Hversu margir vita í raun nóg um það sem rekst hvað á annars horn í stjórnarskrármálum? Egill Jóhannsson flaggaði í Silfri Egils í dag Samfélagssáttmálanum eftir Jean Jacques Rousseau og fannst að frambjóðendur, og helst allir kjósendur, ættu að lesa hann.

Stjórnarskrárskrifin mega ekki verða dægurmál! Stjórnarskráin á að lifa til langrar framtíðar. Hvaða fimm á ég að kjósa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband