Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Af hverju ætlar landsbyggðarfólk ekki að kjósa til stjórnlagaþings?
Ég er búin að hlusta heilmikið á umræður um stjórnarskrá undanfarið og er orðin mikils vísari. Margir frambjóðendur vilja færa mannréttindakaflann framar, nefna þjóðina á nafn, tryggja auðlindir og ýmislegt annað. Svo nefna margir þjóðfundinn frá 6. nóvember sem verði að vera leiðarljós.
Nokkrir segjast svo vilja litlu breyta og sumt af því fólki hefur auglýst sig hvað grimmast.
Og nú sá ég í sjónvarpinu mér til verulegrar furðu það mynstur að kjósendur á höfuðborgarsvæðinu ætla að kjósa en fólk annars staðar á landinu ekki. Finnst Seyðfirðingum, Melrakkasléttubúum, Mývetningum, Dalvíkingum, Húnvetningum, Tálknfirðingum, Dalamönnum, Leirársveitungum, Selfyssingum, Víkverjum og Suðursveitungum frambjóðendur ekki bjóða neitt fýsilegt? Hafa menn áhyggjur af kjördæmunum? Er það satt sem ég heyrði, að Hafnfirðingur hefði skorað á Hafnfirðinga að kjósa Hafnfirðing á stjórnlagaþing? Getur verið að hinn almenni kjósandi sem lýsir yfir andúð sinni á kjördæmapoti vilji bara að hinir poti ekki?
Ég er búin að setja saman 30 manna lista sem ég á eftir að skera fituna af. Ég þekki nokkra persónulega, ég viðurkenni það, en obbinn er fólk sem hefur bara náð til mín í gegnum bæklinginn sem var dreift heim, kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og RÚV.
Viljum við persónukosningar? Eða viljum við bara sama gumsið og við höfum reynt að fúlsa við?
Ég er með nettengda tölvu eins og a.m.k. 80% heimila í landinu. Viljum við hafa áhrif eða viljum við bara dansa með?
Athugasemdir
Það liggur nánast fyrir að þetta "stjórnlagaþing" er ekki síst sett til höfuðs landsbyggðinni.Þess vegna á ekki einn einasti maður utan höfuðborgarsvæðisins að hafa vit á að huns þessar kosningar hrunliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem nú heimtar öll völd í landinu,þótt það búi á smábletti í kringum Seltjarnarnesi og allar auðlindir landsins séu í öðrum sveitarfélögum.78% af þeim sem eru í framboði eru búsetir á höfuðborgarsvæðinu,og hlutfallið er enn hærra ef Reykjanesbær og Akranes eru tekinn með.Enginn af þeim sem hefur tjáð sig hefur sagt að gæta verði hagsmuna landsbyggðarinnar með því að hafa kjördæmaskipan óbreytta.Allir frambjóðendurni hafa sagt að valdið eigi að fara til höfuðborgarsvæðisins með því að hafa landið eitt kjördæmi og einn maður ,eitt atkvæði.Engin afþessum hræðum sem eru af landsbyggðinni í framboði hefur þorað að segja að taka verði upp fylkjaskipan þar sem réttur landsbyggðar verði tryggður á Alþingi með þáttöku landsbyggðarinnar þar ,án tillits til atkvæðavægis.Þessar kosningar eru skrípaleikur sem er til þess eins fallinn að skapa nýja sturlungaöld.
Sigurgeir Jónsson, 25.11.2010 kl. 21:47
Bið forláts Berglind.Þarna varð mér heldur betur á.Það á að vera "virða"þessar kosningar, en ekki "huns".En þú mátt búast við að Suðursveitungar mæti á kjörstað og jafnvel aðrir A-Skaftfellingar.Þeir hafa löngum fetað í fótspor fyrsta A-Skaftfellingsins, Ingólfs Arnarsonar, þótt Reykvíkingar hafi komist upp með að stela honum, og horft til R-víkur.En kanski hafa þeir vitkast.
Sigurgeir Jónsson, 25.11.2010 kl. 21:58
Já, ég þykist vita að þú hafir nokkuð til þíns máls - en þá hlýtur maður líka að spyrja: Af hverju bjóða sig svona fáir fram af landsbyggðinni og/eða þeir sem vilja hafa óbreytta kjördæmaskipan? Ég er svo sem ósammála því en ef ég þyrfti að velja á milli persónukjörs og þess að hafa landið eitt kjördæmi verð ég að segja að ég kysi persónukjör. Tek sönsum ef rökin eru góð ...
Svo bíð ég spennt eftir kosningunni á laugardaginn og þinginu sjálfu í febrúar, Sigurgeir. Ég hef tröllatrú á afkomendum Ingólfs Arnarsonar!
Berglind Steinsdóttir, 25.11.2010 kl. 22:42
Ég er búinn að kjósa en það er margt gott fólk í framboði. Ég vandaði valið og sneiddi hjá meðreiðasveinum fjórflokksins sem er búinn að setja landið á hausinn.
Sigurjón Þórðarson, 25.11.2010 kl. 22:46
Það getur ekki hafa verið erfitt að sneiða hjá svo sem eins og 25 skussum og pótintátum.
Berglind Steinsdóttir, 25.11.2010 kl. 22:54
Please consider the concept of Practical Democracy
http://participedia.net/wiki/Practical_DemocracyIt lets all people participate in government, to the full extent of their desire and ability.
Respectfully,
Fred L. Gohlke
30 Bernath Street
Carteret, NJ USA
Fred Gohlke (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 12:25
Please add to my prior comment:
The challenge of representative democracy is not to divide the public into blocs but to find the best advocates of the common interest and raise them to positions of leadership. Practical Democracy describes a method of finding those people. There are no platforms, there is no ideology. The only question is, which participants are the most attuned to the needs of the community and have the qualities required to advocate the common good.
Respectfully,
Fred Gohlke
30 Bernath Street
Carteret, NJ USA
Fred Gohlke (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.