Hátíðleiki val(d)sins

Ég kom úr bústað í gær, fór í sund og þvoði mér í framan (um hvers gildi þingmennirnir Mörður og Unnur Brá ræddu í vikunni), fór svo í Ráðhúsið, valdi 25 fallegar talnarunur - og leið frábærlega. Mér finnst svo merkilegt að hafa getað kosið til stjórnlagaþings, mér finnst persónukjör svo dásamlega spennandi og landið eitt kjördæmi líka.

Ég hef mikla trú á þessari viðleitni til lýðræðis og hlakka mikið til að sjá í kvöld eða á morgun hvaða 25 manns hefur verið treyst til að skrifa nýja eða laga gildandi stjórnarskrá.

Þjóðfundurinn sló tóninn um daginn og ég er ekki í minnsta vafa um að 25 manna stjórnlagaþing mun hugsa um almennan hag landsmanna, ekki eigin hag og ekki hag þröngra hagsmunaklíkna - þingið mun hugsa um hag almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín (eða þín, kannski öllu heldur) bara í Washington Post (aftast). http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2010/11/26/AR2010112601390.html

Gummi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, maður á öfluga vini í vesturbænum, hahha. Viðtalið sjálft tók alveg 10 mínútur og ég sagði svo margt merkilegt á þeim tíma - og hugsaði helmingi meira eftir að ég lagði aftur á. Kaustu sjálfur?

Berglind Steinsdóttir, 28.11.2010 kl. 22:09

3 identicon

Nei, það er dagsferð í næsta konsúl og ég að rembast við að klára ritgerðina. Hefði samt kosið þig. Kaus með fótunum í staðinn, þ.e. er að leita fyrir mér fyrir vinnu hér vestra. Hvenær verða úrslitin tilkynnt?

Gummi (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 03:26

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Úrslitin verða tilkynnt í dag - en þau varða mig engu, sniff, úr því að þú kaust mig ekki ...

Berglind Steinsdóttir, 29.11.2010 kl. 08:22

5 identicon

Ég kaus þig samt andlega og skók hnefann í átt að Ásgarði fyrir að hafa sett næsta konsúl í næstum grilljónhundruð kílómetra fjarlægð. Settið kaus þig líkamlega held ég.

Gummi (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:09

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var ekki í framboði þótt það skipti auðvitað ekki miklu máli í þessu samhengi. Tíhí.

Berglind Steinsdóttir, 29.11.2010 kl. 10:54

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nema jú andlega var ég í framboði.

Berglind Steinsdóttir, 29.11.2010 kl. 10:55

8 identicon

Víst varstu í framboði. Þú mátt velja samhengið sjálf, það er jólagjöfin í ár. Frá mér til þín.

Gummi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 00:39

9 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hahha, móttekið.

Berglind Steinsdóttir, 1.12.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband