Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Af hverju er þekkta fólkið þekkt?
Þar sem ég er ekki fullkomin get ég ekki gert kröfu um að aðrir séu það heldur. Mér finnst eðlilegt að gera kröfu um að fólk geri sitt besta og láti almenna hagsmuni ráða. Og læri af mistökum sínum, jafnvel annarra. Og ég geri 100% kröfu um að það sé ekki spillt og skari ekki eld að eigin köku. Svo vildi ég gjarnan að það notaði almenningssamgöngur og færri plastpoka en þar er ég e.t.v. komin á hálan og heimtufrekan ís.
Nú sé ég að fólk gagnrýnir valið á stjórnlagaþingið fyrir að þekkt fólk veljist á það. Höfum við ekki öll tækifæri til að verða þekkt í þessu örsamfélagi? Ég þekkti fyrir 22 af 25. Getur verið að það sé vegna þess að það fólk hefur tekið þátt í umræðunni hingað til? Verið virkari þátttakendur í samfélagsumræðunni en t.d. ég?
Af hverju er þekkta fólkið þekkt?
Og eru menn búnir að telja allt þekkta fólkið sem náði ekki kjöri?
Athugasemdir
You are saying important things.
They can be done.
I want to help.
I cannot speak Icelandic.
Can anyone help me?
Fred Gohlke
30 Bernath Street
Carteret, NJ, USA
fredgohlke@verizon.net
Fred Gohlke (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.