Mánudagur, 6. desember 2010
Þrjú stjórnlagaþing
Hafi Svavar Halldórsson farið rétt með í fréttum RÚV áðan (eðlislæg varkárni mín hefur hér orðið, sjálf trúi ég Svavari) stal PH í Fons ígildi þriggja stjórnlagaþinga (þá miða ég við efri fjárhæðina og sennilega fjögurra mánaða þing) á lánadegi. Með dyggri aðstoð trúrra vina sinna.
Peningar eru ekki verðmæti, þeir eru ávísun á verðmæti. Hvað stálu PH og vinir hans hins vegar mörgum heilbrigðisvöktum, mikilli heimahjúkrun, mörgum sérfræðilæknum, mörgum listamannalaunum, mikilli menntun, mörgum þyrluígildum, mörgum stöðugildum, miklu öryggi, mikilli vellíðan - MIKILLI HELVÍTIS HAGSÆLD?
Geta menn verið svo miklir glæpamenn að þeim standi á sama um orðspor sitt og viðmót almennings til barna sinna? Horfa þeir glaðir upp á vanlíðan fólks sem hefur misst vinnuna og á yfir höfði sér að missa ofan af sér? Hvar villtust venjulegir Íslendingar svona hrikalega af leið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.