Fimmtudagur, 9. desember 2010
Fórnarkostnaður
Stundum þarf maður að vera vondur til að vera góður, segja t.d. nei við barn þótt það langi til að maður segi já. Þetta vita allir.
Maður getur þurft að klúðra bakstri og eldamennsku nokkrum sinnum áður en maður nær fullkomnun en eftir það sér maður ekki eftir nokkrum klúðurstundum, brunnum gráðaosti og mygluðum tómötum. Gott væri samt að eiga svín sem tekur við öllu á þeim stundum.
Stundum þarf líka að eyða peningum til að afla peninga. Það á t.d. við þegar fyrirtæki er stofnað, þá þarf maður að eiga startfé og leggja út í kostnað áður en tekjurnar skila sér.
Núna þurfti samninganefnd að sitja með Bretum og Hollendingum á löngum og ströngum fundum til að knýja fram niðurstöðu sem mér heyrist frá hægri og vinstri vera góð og jaðra við hamingjustund, tvær fyrir eina ... Ekkert var hún útlátalaus, trúi ég. En allra peninganna virði, heyrist mér af fréttum.
Duga ekki þessi rök líka á stjórnlagaþingið? Lýðræðið kostar. Kannski fáum við fullkomna stjórnarskrá sem allir verða lukkulegir með. Peningalegur fórnarkostnaður er varla skotsilfur í vösum helstu glæpamanna úr bönkunum. Má ekki senda reikninginn til Tortólu?
Athugasemdir
Enn og aftur er verið að nauðga hugtakinu fórnarkosnaður. Að bera saman að baka eða ekki er það sem málið snýst um. Hver er kostnaðurinn við að baka eða ekki baka. Í stað þess að baka væri hægt að leggja peninginn inn á bankareikning og þyggja vexti og nota tímann við að vinna eitthvað sem skilar launum. Hver er fórnarkosnaðurinn við að stofna fyrirtæki. Að reysa Kárahnjúkavirkjun kostaði x upphæð sem hefði mátt láta leggja í banka og láta safna vöxtum. Að reysa þessa virkjun verður aurinn að skila meira vegna vinnu og áhættu ef ekki er betra að láta aurana vera í banka á vöxtum sem sagt fórnarkostnaður er í plús.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:59
Leiðinlegt að þér skuli sárna hvernig ég skrifa en mér sýnist við samt nota hugatakið í sömu merkingu. Skv. Snöru er fórnarkostaður:
sem sagt að kosta einhverju til svo maður fái meira til baka. Fyrir mér þarf það ekki að vera efnislegt eins og pappírsseðlar.
Berglind Steinsdóttir, 10.12.2010 kl. 00:09
Ég ætla einmitt að baka í kvöld og það alveg helling af piparkökum :o)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:43
Og ég ætla að undirbúa í kvöld sjúkravitjun á morgun. Búin að kaupa inn og búa til uppáhaldssalatið mitt. Kannski ég geri aðra atrennu að kókostoppunum, hmm. Æ nei, alveg rétt, á eftir að gera verkefni og lesa fyrir próf um helgina. Gaman að þessu.
Berglind Steinsdóttir, 10.12.2010 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.