Árviss jólalesning af Háaleitisbrautinni

Nú ber nýrra við. Í jólabók ársins 2010 leggur SUS til að framlög til stjórnmálaflokka verði skert um 100%. Það var ekki í fyrra, ég gáði að því þá.

 

Framlög til stjórnmálaflokka

304,2

-100%

-304,2

Ég las tillögurnar ekki frá orði til orðs (obbann samt) en leitaði að atvinnuleysistryggingasjóði eða vinnumálastofnun og fann ekkert. Þau vilja leggja niður fjölda starfa eða flytja til einkaaðila, s.s. söfn og rannsóknir, en gera ekki ráð fyrir að atvinnuleitendum fjölgi við það. Smáskekkja í bókhaldinu.

Ég er galopin fyrir öllum tillögum en ef allar þessar næðu fram að ganga byggjum við ekki í samfélagi. Samt vantar aukin framlög til lögreglunnar sem þyrfti að margfalda þegar frumsjálfsbjargarhvötin færi að gera vart við sig í frumskógi Reykjavíkur og nærsveita. Og einhvern veginn sýnist mér ekki hróflað við auðlindum sjávar sem þó gætu fært pöpulnum talsvert að bíta í.

En þau vilja taka stjórnmálaflokkana alfarið af fjárlögum og minnka framlög til ríkiskirkjunnar um ein 20%.

Ég bíð spennt eftir atvinnutillögunum sem boðaðar voru í jólabókinni 2009. Felast þær nokkuð bara í skattalækkunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að hafa í huga að Heimdellingar gangast fyrir svonefndum „popularisma“, þ.e. að veiða það fram sem gengur best í hugsunarlausann lýðinn sem gerir engar kröfur.

Það hefur alltaf verið tiltölulega auðvelt að trekkja upp vinsæl mál. Upphlaup Heimdellinga á dögunum að skera niður tilviljunarkennt öll möguleg útgjöld er ódýrt lýðskrum hvað allir ættu að athuga.

Þeim á ekki að fyrirgefa því þeir vita, eða þeir eiga að vita, hvað þeir eru að gera.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.12.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, niðurskurðarhugmyndirnar eru a.m.k. svo fráleitar að þau mundu sjálf falla í öllum atriðum. Og þau eiga enga samleið með Sambandi fullorðinna sjálfstæðismanna (SFS, þingflokknum) sem talaði t.d. í fjárlagaumræðunni um nauðsyn þess að efla vísindarannsóknir og skólastarf.

Berglind Steinsdóttir, 19.12.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband