Hann Prosperó

Ég er ekki nógu verseruð í Shakespeare til að bera saman en get sagt að ég hélt að mér yrði meira skemmt á Ofviðrinu. Ég sá lokaæfingu þannig að sýningin á eitthvað eftir að þéttast. Ég get ekkert að ráði sett út á leikarana, skil bara ekki almennilega hvað Jörundur er eintóna (af því að ég kann ekki að meta þennan eina tón). Hilmir kom mér á óvart, ég þekkti hann ekki einu sinni og fyrir það fær hann feitan plús (eða ég feitan mínus). Mér fannst Prosperó sjálfur ekki nógu mikið í leiknum en það er leikritið sjálft, ekki uppsetningin í Borgarleikhúsinu.

Danssýningarhlutinn var fallegur, sjónarhornið samt heldur verra af 1. bekk þar sem ég horfði næstum undir leikinn (og dansinn), og ég held að mat mitt fyrir mig verði að sýningin er prýðileg fyrir augað. Stundum fannst mér samt eintölin keppa fullmikið við myndmálið, kannski best að einbeita sér að því að horfa bara ...

Ofvidrid_450x236

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband