Fíllinn vari sig á gráa litnum

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er sammála Pawel sem er einhver eindregnasti opinberi talsmaður gangandi og hjólandi í umferðinni. Kannski að viðbættum Gísla. Pawel gagnrýnir það að fólk á fæti eigi að bera alla ábyrgð á því að bílarnir sjái það og varist að keyra það niður. Á sama tíma er bílunum gert auðveldara að aka hraðar og af meiri óvarkárni. Þegar ég hjólaði um daginn inn í Kringlu sá ég Pawel með barnavagn á gangi þannig að ég þykist vita að þessi gagnrýni sé ekki í nösunum á honum. Þetta er lífsstíll, sá sami og ég aðhyllist.

Alltof víða er líka of stuttur tími til að komast gangandi yfir á grænu ljósi og alltof víða eru fláar af gangstéttum niður á göturnar of miklir stallar en ekki aflíðandi, eins og til að hægja á hægfara hjólreiðamönnum (mér). Og núna um áramótin fannst Strætó bs. líka tilhlýðilegt - til að spara - að hækka gjöldin (svo að fólk kaupi sér frekar bíla) og fækka ferðum (svo að fólk hætti alfarið að nenna að lesa leiðatöflurnar).

Einmitt núna þyrftum við að nýta meðbyrinn til að hvetja fólk til sjálfbærra samgangna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband