Hraðnámskeið í Shakespeare

Ég var að lesa leikdóma Jóns Viðars um Shakespeare-jólasýningar stofnanaleikhúsanna, bæði um Lé konung og Ofviðrið (Þegar Shakespeare sofnaði, ekki kominn á vefinn). Það hefur verið ósköp tilviljanakennt hvað ég hef séð og heyrt til Shakespeares og þess vegna er kærkomið að fá hann settan hér upp. Ég sá Ofviðrið, reyndar lokaæfingu og reyndar á 1. bekk, en var hálfmiður mín yfir því að vera ekki heilluð. Leikritið er auglýst sem húmorískt lokastykki meistarans og svo var það aðallega bara pínulítið fyndið og ekki vel skiljanlegt.

Jón Viðar fær heila síðu í DV fyrir dómana sína og hann notar þær vel. Hann fer í gegnum verkið, setur í samhengi við önnur verk og aðrar uppsetningar, varpar sögulegu ljósi á það og útskýrir síðan á góðu mannamáli hvað honum finnst gott og hvað slæmt. En þótt honum finnist rigning Lés ekki góð þýðir það ekki að aðrir eigi ekki að fara og sjá sýninguna og upplifa sjálfir. Ég hugsa að ég fari, bara betur undirbúin en ella. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálf heiti ég Hermía úr Draumi á Jónsmessunótt. Það var gaman þó ég muni ekkert hvað ég sagði. En þetta man ég:

"Ó múr, ó múr, og gamli góði múr. Þú hefur heyrt mín tregakvein".

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband