Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Aðhald viðskiptavinanna
Við sjálf virðumst vera eina fólkið sem getur knúið fram betri kjör hjá þeim sem við verslum við. Meðan við sættum okkur við mikinn vaxtamun í bönkunum, hátt matarverð, hátt bensínverð - af því að við erum svo miklir neytendur - batnar ástandið ekki.
Ég minni á að sparisjóðirnir hafa ekki lýst yfir miklum gróða sínum. Það er vegna þess að hann rennur til MÍN sem losna við yfirbyggingu með því að vera í S24. Það tók mig einhver ár að flytja mig, svo sem, en því fyrr sem maður byrjar skilnaðinn við stóru bankana því betra.
Því miður þekki ég bara eina manneskju sem veitir Bónusi virkt aðhald með því að skoða strimilinn á staðnum og leiðrétta við kassaherrann jafnóðum. Og þetta er því miður ekki ég. Ég ætla alltaf að fara að taka mig á - en þegar ég er ofrukkuð um (aðeins) 50-kall fer fyrir mér eins og mörgum öðrum ...
Athugasemdir
Hér í Englandinu segja kannanir að það séu meiri líkur á því að fólk skipti um maka en viðskiptabanka!
kv Erla
Erla (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:33
Og það er ótrúlega leiðinlegt að leiðrétta, stoppa alla röðina, kalla til verslunarstjórann og svo eru manni réttar 312 krónur með þreytulegu "gjörrusvovel".
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:35
Ef fólk skiptir ótæpilega um maka hérna verðum við fljótt uppiskroppa! Ég ráðlegg fólki frekar að forða sér frá mafíósunum. Hmm, Erla?
Berglind Steinsdóttir, 1.2.2007 kl. 14:22
Já, Habbý, þess vegna sleppir maður því. Arg, og maður á að veita búðunum jákvætt aðhald, ehemm.
Berglind Steinsdóttir, 1.2.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.