Um handbolta (og Eistland)

Ég held að ég hafi meðtekið það rétt að RÚV sýni ekki frá handboltakeppninni í ár, heldur geri Stöð 2 það. Útvarpsstjóri allra landsmanna gerði víst útvarpsstjóra sumra landsmanna tilboð í síðustu viku sem sá síðarnefndi gat ekki annað en hafnað. Hins vegar sýnir útvarpsstjóri allra öllum þátt UM handbolta þar sem menn TALA um íþróttina. Með ívafi af snögggirtum köppum.

Og mér finnst þetta fyndið. Það minnir mig nefnilega á mann sem hefur svo lengi horft á knattspyrnu en aldrei sparkað í bolta. Að minnsta kosti ekki að mér ásjáandi.

Og ég sé að íþróttamenn eldast eins og við hin.

Stórskemmtilegt. Og þá er best að klára Hreinsun. Ég á enn eftir 40 hraustlegar blaðsíður. Ég var búin að skrifa góðar blaðsíður en á síðustu 40 var sagt frá svo viðbjóðslegu lífi að ég geri ekki ráð fyrir að gleðjast mikið við lesturinn. Nú er þó svo komið að ég þori að mæla með að menn kynni sér þetta eymdarlíf sem lýst er í bókinni (eftir fyrstu 40 síðurnar var ég að hugsa um að láta gott heita vegna leiðinda).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband