Enginn frýr Hannesi Hólmsteini vits

Merkilegra þótti mér að hann virtist hlusta á spurningar Jóhanns Haukssonar morgunhana á Útvarpi Sögu í morgun. Þeir ræddu hagstjórnarhugmyndir HHG sem hann fyrirlas um í hádeginu í gær eða fyrradag. Hannes fullyrðir að samkvæmt OECD hafi fátækir á Íslandi fjarlægst fátækt meira en fátækir í öðrum löndum.

Merkilegt, ef satt er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þykir mér mjög merkileg niðurstaða hjá honum Hannesi Hólmsteini þar sem ég get nefnt dæmi um að fátæktin á Íslandi hefur aukist  t.d.  tannvernd barna er áberandi verst hér á landi  af öllum norðurlöndunum og hefur farið stig versnandi síðustu árin. Það kostar að fara til tannlæknis og þeir sem hafa litla peninga milli handa láta tannvernd barna sinna sitja á hakanum.

hvað sem öllum OECD útreikningum líður sér maður með eigin augum að munurinn milli fátæktar og velmegunar hefur aukist  verulega á Íslandi undanfarin 10 ár og það finnst mér skuggaleg þróun í litlu landi.

Elinóra Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og svo finnst mér líka augljóst að þótt maður misvirði ekki við þá sem eru ríkari en maður sjálfur taka seljendur meira mið af þeim ríku - OG ÆTLAST TIL AÐ VIÐ BORGUM ÖLL ÞAÐ SEM ÞEIR GETA. Í markaðshagkerfinu okkar, ég veit að ég hef sagt þetta áður, ræðst verð ekki af framleiðslukostnaði heldur kaupgetu (Ólafs og félaga).

Og menn láta heilsuna sitja á hakanum ef þeir hafa „ekki efni á henni“, m.a. vegna lyfjakostnaðar. Og í þeim geira er Ella hjúkka sérfróð.

Berglind Steinsdóttir, 1.2.2007 kl. 14:26

3 identicon

Noh, maður hlýtur að taka mark á manni eins og Hólmsteini. Er hann ekki búinn að taka stikkprufur á fátæklingum í útlöndum?

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband