Snorri Steinn, Aron Pálmars og Guðjón Valur

Fyrir margt löngu var athygli mín vakin á því að ef fólk héti bara einu nafni, skírnarnafni, væri það kennt við föður sinn í upptalningu. Ef það er hins vegar skírt tveimur nöfnum er föðurnafninu sleppt. Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrún. Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson. Ásdís Rán og Logi Geirsson. Vilhelm Anton og Ilmur Kristjáns. Hilmir Snær og Benedikt Erlings.

Og nú sannreyni ég enn á sjálfri mér að þetta er svona. Maður gargar yfir handboltanum ... tvínefni. Og það var alls ekki leiðinlegt að hálfhreyta í Austurríkismenn yfir sænska vefmiðlinum. Huhh, hverjum er ekki sama þótt Páll hafi ákveðið að bjóða ekki upp á handboltann í sjónvarpi allra landsmanna? Taktu eftir, bara Páll, ekki Páll Magnússon enda var hann ekki liður í upptalningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En þetta gildir bara ef fólk notar öllu jöfnu millinafnið. Á skíðunum í gamla daga var ég t.d. alltaf kölluð Stína Jóhanns, til að greina mig frá Stínu Hilmars, en þó heiti ég Kristín Margrét og hefði auðveldlega getað verið Stína Magga.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.1.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég held að það sé rétt. En það var víst Hjörleifur Guttormsson sem hafði fyrir löngu orð á þessu og kallaði þess vegna markvisst núverandi forseta Ólaf Grímsson. En já, auðvitað skiptir öllu hvort millinafnið er (þekkt og) notað.

Berglind Steinsdóttir, 19.1.2011 kl. 20:01

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ja hérna. Ég held ég myndi hreinlega ekki vita við hvern væri átt ef ég heyrði Ólafur Grímsson.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.1.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband