Föstudagur, 4. febrúar 2011
Mubarak er leiður
Nei, ég ætla ekki að þykjast vera í talsambandi við hann Hosni, enda voru net og önnur fjarskipti m.a.s. tekin úr sambandi í Egyptalandi fyrir viku. Ég hef allt mitt vit um Mið-Austurlönd frá öðrum, aðallega úr fréttum. Í hádeginu í dag fór ég út í Lögberg og hlustaði á Boga Ágústsson tjá sig af perónulegri innlifun um Egyptaland, Jemen og löndin þar um kring. Bogi var áheyrilegur mjög og bráðfyndinn, ég verð að segja það. Og í fyrirlestrasalnum var áhugasamt fólk sem spurði af þekkingu, fólk sem hafði farið á vettvang, fólk sem lét sig málið varða.
En ég er að velta fyrir mér hvort öll þessi lýðræðisviðleitni hefði farið framhjá mér fyrir þremur árum. Fullt af fólki hefur lengi haft meðvitund um alheiminn en ég held að mín sé núna fyrst að vakna.
Og þá sennilega vegna þess að ég er alveg hætt að skilja íslenskt lýræði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.