Mascarpone

Auðvitað ætti maður að vera að tygja sig á vetrarhátíð en veðurbræðin í gær dró svo úr mér máttinn að ég fór að lesa mér til um mascarpone. Mér var bent á vikugamla grein úr Fréttatímanum sem hlýtur að vera eftir Gunnar Smára Egilsson, því að hann skrifar matarpistlana í blaðið, en nafn hans kemur ekki fram. Þangað til annað kemur í ljós ætla ég að álykta sem svo að rétt sé farið með í pistlinum. Í myndatexta er talað um að það þurfi einbeittan menningarlegan brotavilja til að búa til mascarpone eins og gert er hjá MS á Selfossi og í greininni er talað um að hann sé meira eins og búðingur en ostur. Ég er sérstaklega ánægð með þetta fyrir mína hönd því að tíramisú sem ég bjó til um síðustu helgi var helst til lint - og ég neita að axla ábyrgðina á því ...

Tíramisú í vinnslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband