Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Harðstjórar æsku minnar
Mér er Gaddafi í barnsminni og hann ætti þar af leiðandi að vera hrokkinn upp af standinum. En nú þegar hann er að terrorísera mannskapinn, allan heiminn og ekki lengur fyrst og fremst sínar 6,5 milljónir, kemst ég að því, þegar mér finnst að hann ætti að vera minnst 140 ára, að HANN ER EKKI ORÐINN SJÖTUGUR.
Þegar ég var þetta áminnsta barn forðum daga birtist í einhverju dagblaði heilsíða með myndum af öllum hugsanlegum leiðtogum heims, nafnlaust, og bróðir minn alvitur sagði mér og hlýddi mér yfir hvert einasta nafn. Seiseijá, síðan man ég eftir skúrkinum í Líbíu sem er enn í fullu fjöri, á sextugastaogníunda aldursári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.