Dalalíf eða Icesave

Ég er búin með 1. bindi af Dalalífi. Ég skil ekki þá sem gagnrýna þessa miklu mannlífsstúdíu. Þóra í Hvammi er í valþröng milli hins skemmtilega og hins siðlega. Jón á Nautaflötum heillar alla sem hann hittir af því að honum er svo sama um hið rétta, hann lætur sig aðeins hið skemmtilega varða. Og kemst upp með það af því að hann er svo ógurlega fagur á að líta, og á reyndar mikið undir sér líka, hreppstjórasonurinn sjálfur. Það er hægt að gagnrýna hann Jón en boj-ó-boj, hvað það er auðvelt að skilja hann og hinar persónurnar - og finna til með þeim.

Sótti mér 2. bindi á bókasafnið í dag og fresta Icesave-lestri á meðan. Er ekki líka hrikalega langt í 9. apríl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband