10 tonn af þorski syndandi í héluðu grasinu

Það er ekki gott að hugleiða almennt út frá óhappi einstaklings, það er eins og maður geri út á óhappið, en ég gat ekki að mér gert að hugsa um ástand veganna þegar ég heyrði um flutningabílstjórann sem lenti út af veginum í Kelduhverfi í vikunni, skarst og tókst svo að brjótast út úr stýrishúsi bílsins og komast á næsta bæ þar sem hringt var eftir sjúkrabíl.

Ég hef mikla samúð með manninum og held alls ekki að hann hafi gert neitt vitlaust en er þetta ekki skýr vísbending um að a) vöruflutningar ættu ekki að vera á vegunum og b) það ætti að vinna þorskinn þar sem hann er dreginn á land?

Annað hvort ætti að flytja vörur sjóleiðina eða koma upp lestakerfi sem vörur eru fluttar eftir. Og er ekkert frystihús á Raufarhöfn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband