Þriðjudagur, 15. mars 2011
Hver reykir gangandi í frosti og fjúki?
Svar: Ótrúlega margir.
Undanfarna daga hef ég vart getað þverfótað fyrir fólki sem hangir á sígarettunni þrátt fyrir vonskuveður. Er ekki ráð að hækka pakkaverðið á einu bretti um hálfan annan helling til að gera fólki það auðveldara að hætta? Langar ekki alla að hætta að reykja?
Ef það er mótlæti (sem ég skil ekki) skal ég á móti hætta að borða lakkrís og normalbrauð.
Athugasemdir
Ég held að það væri líka ráð að lækka verð á vörum sem hjálpar fólki til að hætta að reykja. Það væri þá hvetjandi ef fólk fyndi strax fyrir því í buddunni en raunin er að ef fólk þarf að kaupa tyggjó og jafnvel plástra þá er það alveg fokdýrt. Það á ekki að reyna að græða sem mest á þeim sem vilja hætt að reykja. Held að það sé kannski aðeins auðveldara að hætta að borða lakkrís og normalbrauð
þrátt fyrir að það sé mjög gott hef ég ekki heyrt um að það sé ávanabindandi. Veit ekki hvort allir vilji hætta að reykja en ég held að það séu nú ansi margir sem myndu vilja vera lausir undan þessari fíkn.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 23:10
Já, ég viðurkenni að ég hafði ekki hugsað út í verðið á plástrunum og tyggjóinu en vissulega væri vert að styrkja fólk í því að hætta að reykja. Og já, aftur, hehe, normalbrauðið er ekki ávanabindandi (fæst heldur ekki svo víða). Vandinn með (óhollan) mat er hins vegar að maður verður að borða en maður verður ekki að reykja, þess vegna hef ég samúð með mér í sætindunum, sko.
Berglind Steinsdóttir, 17.3.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.