Laugardagsfár á föstudegi

Mér finnst það eiginlega fyndið að RÚV skuli ætla að sýna myndina sem John Travolta skein svo skært í í kvöld - öðru sinni á tæpu ári. Myndin sú er náttúrlega ekki nema 34 ára. Og dagskrárstjórinn virðist aftur ekki hafa séð hana því að hefði hann horft (eða fengið álit) væri á henni hóflegt bannmerki. Það eru nefnilega býsna fjandsamlegar senur í þessari mynd sem flestir muna sem hugljúfa dansmynd.

Þetta man ég aðeins af því að í hið fyrra sinni (á síðasta ári) urðu umræður á Facebook um ljótu senurnar og mannfjandsamlegu sem enginn mundi eftir úr bíó.

Nei, annars, þetta er ekki fyndið. Þetta er lélegt og ófaglegt af RÚV.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Tónlistin er þó mögnuð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jájájá, hún hefur staðist tímans tönn. En annað hvort fannst bíógestum á sínum tíma ekki niðurlæging í niðurlægingunni eða þessi sena var ekki í myndinni. Hugsanlega hefur hugarfarið þrátt fyrir allt breyst, sem væri þá út af fyrir sig framför.

Berglind Steinsdóttir, 26.3.2011 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband