Ég er hjólisti

Ég hjólaði úr miðbænum í gær upp í Grafarvog af því að ég þurfti að nálgast bók í Foldasafni. Þótt ég sé hjólisti er ég ekki virkasti hjólisti Reykjavíkur þannig að þetta voru svolítil átök. Þegar ég kom að Bílabúð Benna var ég orðin svo leið á mótlætinu að ég ákvað að hvíla hjólstigið og gekk einn rúnt á planinu.

Vá, hvað Chevrolet er fallegur bíll.

Á leið upp brekkuna rakst ég á bíl með kerru sem var lagt á gangstéttina. Öllu heldur hefði ég átt að rekast á hann, en auðvitað steig ég af hjólinu og lempaði það framhjá bílnum sem vel að merkja var þar enn þegar ég kom aftur niður eftir þannig að þetta var greinilega ekkert skyndistopp.

Aumingja Volkswagen-bíllinn fékk ekkert bílastæði

Ég skil illa að Sundabraut sé ekki komin sem væri afar mikil og góð samgöngubót, en ég skil alls ekki að ekki sé einhvers konar göngu- og hjólaleið úr Grafarvoginum niður í bæ. Hjólamenn þurfa virkilega að fara stofnbrautir bílanna til að komast hverfa á milli. Ég þurfti sem sagt að hjóla meðfram Grafarvoginum tvisvar í stað þess að hjóla yfir hann.

Ég var að vísu verðlaunuð með fallegum æðarfuglum.

Ó, sá blauti Grafarvogur Æðarfuglinn sífagri

 

 

 

 

Á leiðinni til baka hjólaði ég Bryggjuhverfismegin við stórbrautina og þá var ég afvegaleidd sem lengdi leiðina aðeins. Á leið upp brekkuna kom svo á daginn að hjólastígurinn er fráleitur.

Ekki ætlað fólki fyrir eigin vélarafli

Harðir áhugamenn um bíllausan lífsstíl geta alveg linast í borg bílanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En af hverju í veraldarsögunni varstu að vesenast upp á Höfða, það er bara vesen. Það liggur þessi fína hjólaleið frá Elliðaánum, fram hjá Sorpu og í gegn um Bryggjuhverfið. Trúi því nú eiginlega ekki að ég sé að segja þér fréttir með þessu EN myndirnar benda  eindregið til þess að þú hafir tekið strauið upp á Höfða á leið þinni.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jæja, það kom þá eitthvað gott út úr þessari færslu. Ég vissi ekki af þeirri leið og hef þó gáð áður. Ofan frá.

Berglind Steinsdóttir, 27.3.2011 kl. 23:42

3 identicon

Dæs, kræst, djísöss, ó mæ god, jeremías, þú ert ekki að meina þetta, what, neijjjjjjj, í alvöru, WTF... og svo framvegis. Get lofað þér að hjólatúrinn hefði verið mun skemmtilegri þessa leiðina, hún er nebblega bara notaleg. Þú hefðir nú getað prófa að fylgja stígnum þegar þú fórst undir Grafarvogsbrúna til baka ... eða gerðir þú það kannski ekki ?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:04

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, ég fór undir Grafarvogsbrúna tvisvar og leiðin lá bara beint til andskotans án viðkomu í Bryggjuhverfinu. Og ég er engu nær um stíginn þótt ég hafi skoðað kortið. Í fyrravor leitaði ég á fæti að leið út úr Bryggjuhverfinu beint yfir voginn, fann ekki en varð voða kunnug einhverju steypuverkstæði. Skammvinn kynni því að nú er ég búin að gleyma hvað það heitir.

Berglind Steinsdóttir, 29.3.2011 kl. 21:31

5 identicon

Verð greinilega að fylgja þér þarna í gegn við tækifæri.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:54

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að aldrei þessu vant vitir þú ekkert um hvað þú ert að tala ...

Berglind Steinsdóttir, 30.3.2011 kl. 19:10

7 identicon

Huhhhhhhhh

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 09:23

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, ég á þessa línu!

Berglind Steinsdóttir, 31.3.2011 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband