Sama hvaðan gott kemur?

Ég sá ekki allt Kastljósið í gærkvöldi en ég fæ samt hroll við tilhugsunina um að 10 loðnir um lófana renni hýru auga til íslenska ríkisborgararéttarins. Alltaf þegar harðnar í ári hjá smáfuglunum eru langtímamarkmiðin látin fyrir róða, s.s. varðandi jafnrétti og náttúru, og hugsunarhátturinn um að það sé sama hvaðan gott komi skýtur sterkt upp kollinum.

Það er ekki allt falt ef gjaldið er nógu hátt. Þar að auki er gjaldið ekki einu sinni svo öruggt eins og dæmin sanna. Kannski er það tungumálið sem skilst, það er alls óvíst að gróðinn skili sér þótt honum sé lofað hástöfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband