Mánudagur, 4. apríl 2011
,,Synjað um landvistarleyfi af mannúðarástæðum"
Þegar þessi orðastrengur hljómar í ljósvakanum finnst mér alltaf eins og verið sé að segja mér að af mannúðarástæðum sé viðkomandi manneskju synjað um leyfið. Forsetningarliðir eru vandmeðfarnir. Kannski finnst mönnum of langt mál að segja: Synjað um landvistarleyfi sem sótt er um af mannúðarástæðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.