Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Svarti svanurinn á Hverfisgötunni
Ég hef á tilfinningunni að ég sé á skjön við marga þegar ég segist ekki vera hrifin af Svarta svaninum sem sýndur er í Bíó Paradís um þessar mundir. Myndin hefur fengið ýmsar tilnefningar og ég get ekki þrætt fyrir að hún sé vel gerð. En efni máls, það að skora gegndarlaust á sjálfan sig og ganga fram af sér, gæti komist til skila á skemmri tíma. Maður hefur svo sem líka gagnrýnt myndir fyrir að færast of mikið í fang og hafa of margt undir, en ég trúi tæpast á Ninu sem er komin svo langt að hún er valin í aðalhlutverkið en á samt svona svaðalega mikið ólært um lífið, listina og starfið. Fullkomnun hvað?
Grafíkin í átökunum fer líka aðeins of langt fyrir minn smekk.
Til að fullkomna lágkúruna hjá mér ætla ég að færa til bókar að Vincent Cassel var hrikalega heillandi og ég ætla að leggja nafnið á honum á minnið. Ég veit svo sem á hvern hann minnir mig en hann gerði hlutverkinu samt góð skil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.