Umburðarlyndi prófarkalesarinn

Ég er sjálf þessi umburðarlyndi og skilningsríki prófarkalesari sem um er rætt. Nú er ég að lesa yfir mína eigin þýðingu og finn þar snilldarlega:

 Pia rétti honum öndina.

Þar á hins vegar að standa:

Pia rétti honum höndina.

Að vísu voru þau nálægt vatni - en nei, samt að heilsast.

Og það er meira enda er þetta hluti af þýðingarferlinu. Kannski ætti ég að vera duglegri að prenta út og lesa á pappír, kannski verður maður að fórna umhverfissparnaðinum að einhverju marki. Ég góni eins og fáni og fálki til samans og skil ekki hvernig þetta slapp, lapp, app.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og þú glósar væntanlega í bókina, merkir við villur og svona. Þessi villa mun verða þér til ævarandi háðungar, ég segi það satt. Hver prófarkalas? (vonandi ekki þýðandin sjálfur, löngu orðinn blindur á "eigin" texta.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er voða kúl á þessu, sko. En mér sýnist þessi villa hafa farið framhjá þremur villuleiturum. Hún á vonandi eftir að fylgja mér sem brandari fram á grafarbakkann, s.s. ekki minna en 60-100 ár.

Berglind Steinsdóttir, 13.4.2011 kl. 19:05

3 identicon

Jáhá! Ég á sko eftir að gera grín að þessari villu. Þetta er brjálæðislega fyndin villa og hefði verið enn fyndnari ef hún hefði sloppið í gegn! :-D

Ásgerður (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 22:09

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, takk fyrir stuðninginn. Þú mátt líka leggja á minnið þegar manninum heyrðist talað um fordómalausa tíma en í raun talaði ræðumaður um fordæmalausa tíma. Og reyndar heyrðist honum líka talað um kreppudýrkandi aðgerðir (kreppudýpkandi).

Berglind Steinsdóttir, 14.4.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband