Reiðarekskenningin

Ef við látum okkur í léttu rúmi liggja að tungumálið þróast hratt, kannski of hratt, aðhyllumst við reiðarekskenninguna. Þetta hugtak heyrði ég fyrst í gær og hváði við. Í henni felst umburðarlyndi, ég velti bara fyrir mér hvort það sé of mikið. Ég er umburðarlynd gagnvart þeim sem velja sérviskulega en ég held að ég sé ekki til í að láta reka of mikið á reiðanum.

Þetta rifjaðist upp af því að ég er að stelast til að hlusta á málfarsþátt á Bylgjunni.

Hins vegar velti ég alvarlega fyrir mér hvaða kenningu kjarasamningaviðmælendur aðhyllast. Hvernig má það vera að aðildarfélög SA vilji láta umdeildan kvótann ráða samningum? Getur rafvirki hjá Samskipum ekki samið fyrr en ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um fiskveiðistjórn? Verslurmaður í Smáralind? Hönnuður á Hvammstanga? Þetta þjónar kannski hagsmunum SpKef?

Fólk talar um að LÍÚ haldi kjarasamningunum í gíslingu, aðildarfélag með áætluð 4.700 ársverk af 56.800.

Ég átta mig ekki á hvaða kenning á hér við.

 

Aðildarfélög SA starfa á grundvelli atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Þau leiðbeina m.a. fyrirtækjum í samskiptum þeirra við stjórnvöld og um allt það sem snertir sívaxandi fjölda opinberra reglugerðarákvæða og fyrirmæla. Áætlað er að rúmlega 56.800 ársverk séu unnin innan þeirra 2.100 fyrirtækja sem aðild eiga að SA.

Aðildarfélögin átta eru:

 Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Um 190 útgerðir eiga aðild að LÍÚ en áætlaður fjöldi ársverka innan þeirra er um 4.700.

  Samorka - Samtök orku- og veitufyrirtækja

Aðildarfyrirtæki Samorku eru um 36 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 1.500.

 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
Aðildarfyrirtæki SAF eru um 350 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.500. 

 SART - Samtök rafverktaka
Átta aðildarfélög eru í SART, aðildarfyrirtæki eru um 230 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 1.100.

 Samtök fiskvinnslustöðva (SF)
Aðild að SF eiga um 130 fyrirtæki og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.000.

 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)
Í samtökum fjármálafyrirtækja eru um 50 fyrirtæki. Ársverk innan vébanda samtakanna eru um 4.800.

 Samtök iðnaðarins (SI)
Innan SI eru 25 aðildarfélög með um 1.100 fyrirtæki. Fjöldi ársverka er um 19.000.

 SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
Aðild að SVÞ eiga um 340 fyrirtæki og ársverk þeirra eru um 12.500


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband