Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Ríflega 100 meðmæltar bækur
Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri stóð fyrir skemmtilegum samkvæmisleik nýlega, gaf út lista yfir allnokkurt safn íslenskra bóka sem bókavörðum um allt land finnst lesendur verða að lesa.
Á listanum eru tvær bækur sem ég ætla ekki að lesa vegna fyrri reynslu af höfundunum, u.þ.b. 60 er ég þegar búin að lesa en nokkrar á ég sannarlega eftir að lesa. Dalalíf er núna hálfnað, tók mér svolítið hlé enda má maður ekki lesa yfir sig af Jóni á Nautaflötum.
Og nú vantar sambærilegan heimsbókmenntalista í þýðingu. Ætlar þú að taka hann saman eða á ég að bíða eftir að starfsfólk bókasafna eða bókaverslana geri það?
Eftirlætisbækurnar mínar tvær eru í H-inu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.