Mánudagur, 2. maí 2011
Lofa sólríku sumri á suðvesturhorninu
Í gær skein maísólin ekki sérlega skært og þá rifjuðu fréttastofur upp að ekki hefði snjóað á þeim herrans degi í Reykjavík síðan 1987. Þá er gaman að rifja upp að það ár dvaldi ég við vond veðurskilyrði í Bæjaralandi (þangað til við fórum í tyrknesku sólina) - en sólin skein skært og lengi og vel í Reykjavík um sumarið.
Þess vegna treysti ég mér til að fullyrða að sumarið 2011 (líka oddatala) verði sérlega sólríkt og alveg funheitt í höfuðborginni minni.
Það má vitna í mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.