Fimmtudagur, 5. maí 2011
Kjarasamningar - kaupmáttur
Ég þekki hugmyndafræðina um kökuna, að það sé hægt að stækka hana og þótt einhver fái stóra sneið skilji hann ekki endilega eftir litla sneið handa einhverjum öðrum. Allir græða. En gildir það líka um kaupmáttaraukningu? Þótt launþegi fái kauphækkun fær hann ekki endilega aukinn kaupmátt ef allt sem hann þarf að kaupa hækkar um leið. En á það ekki að vera eðli kauphækkana að launþeginn geti leyft sér aðeins meira eftir en fyrir? Annars væri hægt að hafa bara status quo, ríkislaun, ríkisverð, allt óbreytt og óumbreytanlegt.
Nú er búið að skrifa undir kjarasamninga til þriggja ára og snæða vöfflur en á sama augnabliki er obbinn af meintri hækkun tekinn til baka. Verslunin ætlar að vísu ekki að segja upp fólki en til að mæta launahækkununum þarf að hækka vöruverð. Er þetta einhver árangur? Halda þessi samningar einhverju eða eru þeir bara gatasigti sem launþegar eiga eftir að sjá kaupmáttinn hripa í gegnum? Allt búið 6. maí 2011?
Nei, nei ...
Athugasemdir
Missti alveg af þessu með vöfflukaffið ... en takk kærlega fyrir viðgjörning í gær.
Með hilsu
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:43
Bíddu bara þangað til þú færð hvítlauksbarinn kjúkling.
Berglind Steinsdóttir, 9.5.2011 kl. 20:31
Bíð.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:16
Hann er í ræktun.
Berglind Steinsdóttir, 10.5.2011 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.