Mánudagur, 16. maí 2011
15 ára starfsöryggi
Eitt af því sárafáa í lífinu sem ég skil ekki er af hverju sjávarútvegurinn ætti að kvarta yfir 15 ára rekstraröryggi þegar flest fyrirtæki búa við gríðarlegt óöryggi.
Vonandi hef ég bara misskilið þetta.
Það er reyndar eitt annað sem ég skil ekki um þessar mundir, af hverju Stöð 2 hefur hætt hliðrænni (analog) útsendingu í samræmi við fjarskiptaáætlun. Til að ná útsendingu Stöðvar 2 þarf myndlykil eða annan stafrænan móttökubúnað. birtist á skjánum þegar ég ætla að horfa á fréttir Stöðvar 2. Kannski tengist það óstarfhæfa myndlyklinum sem ég fékk hjá Tali í síðustu viku.
Vonandi hefur Tal bara misskilið þetta. Annars þarf það ekki að reikna með mér í viðskiptum til 2026.
Athugasemdir
Já ég gæti trúað það tengist óstarfhæfa myndlyklinum
Auður Herdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 19:37
Grr, svolítið löt við þessi tæknimál núna.
Berglind Steinsdóttir, 16.5.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.