Þriðjudagur, 17. maí 2011
Í kjarabaráttu
Ég hef ekki getað varist mjög áleitinni minningu frá sumrinu 2003, nú þegar leiðsögumenn reyna að semja um bætt kjör.
Ég var ráðin til að sinna þýskum ferðamönnum, fyrst til að fara með þeim í útreiðartúr og svo út að borða. Ég mætti á hótelið kl. 12 og við komum til baka kl. 16. Þá fór ég heim, kom svo aftur kl. 19 og kom með þau aftur á hótelið kl. 23.
Hvað eru það margir klukkutímar og hvernig skiptast þeir?
Ólíkt mörgum öðrum stéttum var ég launalaus fram að hádegi af því að við erum ráðin á tímakaupi og ég átti að mæta kl. 12. Ég tek fram að þetta var sami vinnuveitandi og sömu ferðamenn. Ég fékk tvö útköll greidd, átta klukkutíma. Eðlilegt? Vinnutími minn var frá kl. 12-23 en ferðaskrifstofunni fannst eðlilegt að taka mig af launaskrá í þrjá klukkutíma sem ég notaði til að fara heim, þvo af mér hrossalyktina, fletta blaði og vera í bið áður en ég mætti svo í hreinum fötum til að fara með hópinn á veitingastað. Fröken ferðaskrifstofu fannst hún m.a.s. gera vel við mig að borga mér fyrir að fara með þeim á veitingastað. Ég fékk ókeypis að borða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.