Miðvikudagur, 25. maí 2011
Hótelrúntur
Ég þori að mæla með Hraunsnefi og Hellnum og svo var á annan hátt gott að vera í Minniborgum sem er sumarhúsabyggð. Fyrir utan mjög mikinn vind fengum við eiginlega besta veðrið á landinu á hverjum stað. Svo var ekki leiðinlegt að fara á fjórhjól í Haukadal.
Maturinn var alls staðar hrikalegt fyrirtak, íslenska eldhúsið er hætt að koma mér á óvart. Meira að segja ýsan sem ég hef aldrei fengið á veitingastað áður var óaðfinnanleg með öllu á Leirubakka og ekki gat ég kvartað undan skötuselnum á Framnesi.
Athugasemdir
Af hverju er ég ekki frá Sviss... hvað er það.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 15:24
Nú er ég alveg úti á túni með hinum rollunum.
Berglind Steinsdóttir, 27.5.2011 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.