Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Skúbb
Ég tel mig vita það en ætla að þykjast spá því að skv. nýrri skoðanakönnun um Alcan sé núna meirihluti meðmæltur stækkun álversins.
Eigum við að giska á 55%?
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Ég tel mig vita það en ætla að þykjast spá því að skv. nýrri skoðanakönnun um Alcan sé núna meirihluti meðmæltur stækkun álversins.
Eigum við að giska á 55%?
Athugasemdir
Skil nú ekki alveg þetta skúbb.Hvers vegna í ósköpunum ætti að vera meirihluti fyrir stækkun núna, þegar niðurstöður í skoðanakönnun sem Alcan lét framkvæma og birti fyrir 2.vikum voru 55% Hafnfirðinga á móti stækkun?????
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:51
Já, hvers vegna? Ef satt reynist, er það þá ekki frétt? Einhvern tímann í janúar var naumur meirihluti á móti, nú naumur meirihluti með. Þetta er stórmál, ekki bara fyrir Hafnfirðinga heldur líka landeigendur við Þjórsá - og okkur hin.
Eitthvað heyrði ég um að einkum hefði fólk í næsta nágrenni við álverið verið spurt. Sá sem kaupir lóð nálægt álverinu er trúlega ekkert mikið á móti stóriðju - eða hvað?
Berglind Steinsdóttir, 6.2.2007 kl. 18:44
Er þetta könnun sem "Blaðið" ætlar að birta á morgun? Ég ætla rétt að vona að Hafnfirðingar hafni þessu risaálveri í könnuninni sem gerð verður 31. mars. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 6.2.2007 kl. 23:33
Iss, einhver hefur togað í löppina á mér ... sem er bara gott. Ég vona nefnlega að Hafnfirðingar segi nei og minni á að Kyoto-ákvæðið er að verða uppurið.
Berglind Steinsdóttir, 7.2.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.