Goskynning - landkynning

Á laugardaginn var kom til mín ferðahópur sem ég hafði tekið að mér að ferðast með um Vestur- og Suðurland. Í fyrsta kvöldmatnum sagði staðarhaldarinn okkur bílstjóranum að gos væri hafið. Við héldum að það væri grín en þegar við vissum betur sagði ég sessunautum mínum, 20 talsins, að gos væri hafið undir öðrum jökli en í fyrra. Þau létu sér hæfilega um finnast, fundu að við kipptum okkur ekki upp við þetta og þannig liðu næstu dagar. Þau voru á staðnum, fundu að allt var yfirvegað, sáu að landið var stórt og að enginn var í hættu.

Þau fóru héðan með áætlunarflugi á fimmtudagsmorguninn og voru himinsæl með dvölina. Við fórum svo langt austur sem til Skóga og þau fundu fyrir ösku, sáu að skyggnið var heldur bágborið en að enn var engin hætta á ferðum.

Þessi 20 vinna á ferðaskrifstofum og eiga eftir að selja ferðir til Íslands næstu árin. Það var óskaplega heppilegt að ferðin fór eins og hún fór og þau eiga eftir að verða mikilvægir Íslandskynningarmenn í heimalandi sínu.

Hins vegar var búið að ráða mig til að rápa svolítið með annan hóp í næstu viku. Hann hætti við af því að hann veit ekki að það er óhætt. Hvað hafa Samtök ferðaþjónustunnar aftur gert til að koma í veg fyrir þannig misskilning? Eða hvert er hlutverk SAF?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband