Íslensk dagskrárgerð

Þá er búið að sýna fyrsta þáttinn af Tríói með mörgum uppáhaldsleikurum. Bergur Þór Ingólfsson er alltaf nýr, alltaf ferskur, kemur stöðugt á óvart. Ég held að mér finnist það skemmtilegasti eiginleiki leikara. María Guðmundsdóttir er áhugaleikari, einmitt úr Mosfellsbænum, og getur enn komið mér á óvart þótt ég hafi ekki séð hana í Steindanum.

Handritið var víða snaggaralegt þótt vissulega bindi dúddarnir Friðbert og Stígur bagga sína ekki sömu hnútum og þeir sem maður sér oftar í sjónvarpinu. Ætla að gá að því næsta fimmtudag hvort það verður einhver hasar í Mosó.

Það kann að vera að íslenskum skemmtiþáttum hafi verið svo naumt sniðinn fjárstakkurinn að það sé of auðvelt að gera mér til hæfis ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði á þetta í Mosó í gær og var einmitt stödd í íbúðini sem mæðginin sátu í og horfðu á sjónvarpið. Tilviljun, ég held ekki.

Annars bara fín, líka á sunnudaginn.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 09:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, engin tilviljun, engin. Þú hefur verið á heimavelli meðal annarra leikara.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2011 kl. 12:52

3 identicon

Rangt gisk. Ég var nebblega í saumaklúbb.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband