Hvað mér finnst um Snjóblindu (bókina)

Eftir Dalalíf, maraþonlestur, varð á vegi mínum Snjóblinda, ný spennusaga eftir íslenskan lögfræðing. Mér fannst hún spennandi, óvæntar fléttur sem gleðja mig alltaf, hnökralaus stíll og frágangur.

Það eina sem ég saknaði var svolítill húmor, bókin var öll svo alvörugefin, tók sig fullhátíðlega. Ég veit ekki hvort Ari er líka aðalpersónan í Falskri nótu en sá karakter fannst mér hvað minnst sannfærandi, munaðarlaus og vonlítill guðfræðinemi á þrítugsaldri sem vorkennir sér, er óhress með einstæðingsskapinn en óttast fast samband sem hann þó þráir. Hættir flestu sem hann byrjar á en leysir samt gátuna. Meiðist í öxlinni en hummar fram af sér að kippa vandanum úr umferð vegna þess að það er svo mikið að gera en situr svo og lætur sér leiðast eða hangir á vinnustaðnum á frívöktum.

Með meiru.

Kannski er ég að stinga upp í sjálfa mig með því að tíunda þversagnirnar því að við erum öll full af þeim. Mér finnst Ari og húmorsleysið samt helstu gallar þessarar býsna sannfærandi spennusögu sem tilfallandi gerist á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband