Spennandi glæpasaga eða ekki

Nú er kominn Blóðdropi ársins. Ég las vinningssöguna mér til sárra vonbrigða í febrúar og hlýt að undrast þetta val. Ég er líka búin að lesa Morgunengilinn, Aðra Líf og nú síðast Snjóblindu sem allar eru tilnefndar og hefðu verið betur að Blóðdropanum komnar. Ég hugsa að ég hefði valið bókina hans Árna af því að mér finnst samfélagspælingin svo mikill aukabónus og eiga fullt erindi til útlanda.

Ég las líka Martröð millanna en finn enga umfjöllun hjá mér um hana. Mér þótti hún eins og uppkast og Óskari var enginn greiði gerður með því að setja hana svona hráunna í prentun.

Framlagið er skrifað af konu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband