Ábyrgð hvers? Og hver geldur fyrir?

Ekki ætla ég að þykjast vita nokkurn skapaðan hlut um deilurnar milli flugmanna og Flugleiða, hvað ber í milli eða hvort hollið er ósveigjanlegra en hitt. En ég get leyft mér að hafa áhyggjur, t.d. af ferðaþjónustunni. Ég hef þegar lent í því í vor að hópur sem ég hafði verið ráðin til að sýna eitthvað af landinu kom ekki vegna eldgoss. Það voru náttúruhamfarir sem enginn réði við, óþarfur ótti hópsins en skiljanlegur, ekki síst í ljósi þess að ýmsar flugleiðir tepptust lengi í fyrrasumar út af gosinu í Eyjafjallajökli.

Þessi töf og skortur á þjónustu framundan er núna af mannavöldum. Ef leið mín ætti að liggja til Fjarskistans myndi ég ábyggilega velta fyrir mér hvort það væri óráð ef ýmislegt bent til þess að ég yrði strandaglópur í miðju einskis.

Mér finnst tímabært að bæði holl nái samningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þetta með flugmennina. Hef heyrt á skotspónum að þar sé deilt um tilhögun starfa. Kerfið sé keyrt áfram á yfirvinnu og aukavöktum í stað þess að fleiri séu með fastráðningu. Einmitt þess vegna séu þeir með yfirvinnubann en ekki verkfall.

Og jú jú, er ekki alltaf gott ef menn semja.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband