Alhæfingar um dómstól götunnar

Stundum heyrir maður sums staðar fólk tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Stundum eru þær byggðar á þekkingu, stundum ekki. Sumir alhæfa stundum. Stærsta alhæfingin sem ég heyri núna of oft er að bloggheimar eða netheimar logi af vandlætingu, dómhörku og þekkingarleysi.

Ég les ekki eins mörg blogg og þeir sem lesa mörg blogg daglega. Ég sé ekki réttlætingu fyrir alhæfingu af þessu tagi og skil ekki af hverju menn tala ekki bara um einstaklingana sem fara offari sem slíka. Er ekki hvort eð er verið að tala um fólk sem er þjóðþekkt, ýmist fyrir þessar skoðanir eða annað?

Fólki svíður að heyra um glæpi, ekki síst gagnvart börnum og öðrum varnarlausum sem vita ekki hvenær er brotið á þeim. Ekki þekki ég persónulega neinn sem vill sniðganga réttarríkið og hengja menn án dóms og laga. Hins vegar halda sumir að það séu gloppur í réttarríkinu og mál tefjist óþarflega lengi, öllum til vansa. Er ekki bara svolítið til í því?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband